ísl
en

Marteinn Sindri Jónsson

Inngangur

Introduction

Inngangur
Introduction

Tímarit hönnunar- og arkitektúrdeildar er gefið út í tíunda skipti og að þessu sinni afmarkar hugtakið trans þema tímaritsins. Hugtakið vísar gjarnan til aðgerða sem fara þvert á eitthvað, eða í gegnum eitthvað. Þannig ferðast Síberíuhraðlestin (e. Trans-Siberian) þvert og endilangt eftir því landsvæði sem kallast Síbería en aftur á móti merkir hugtak á borð við þverfagleiki (e. trans-disciplinarity) að verið sé að fara handan einstakra faggreina. Orðið getur tengst breytingum (e. transformation) og umbreytingum á borð við það þegar laglínur í tónlist eru fluttar á milli tóntegunda (e. transposition). Hugtakið er svo sannarlega til staðar í samgöngum (e. transport) og sendingum af ýmsu tagi (e. transfer). Orðið sjálft, trans hefur leikið lykilhlutverk í því að skilgreina breytileika kynvitundar og það er raunar á þessu merkingarsviði, frekar en nokkru öðru sem hugtakið hefur skotið rótum í íslenskri tungu. Hugtakið er gjarnan notað í samhengi helgisiða þar sem fólk skynjar eitthvað utan eða handan við hversdagslegan veruleika í leiðslu (e. trance), það tengist því að fara yfir strikið í fjölmörgum skilningi þess orðs (e. transgress) og svo er þau auðvitað lykilatriði í þýðingum (e. translation). Þessi upptalning er langt í frá tæmandi en ýmsir merkingarmöguleikar hugtaksins trans koma við sögu í þeim greinum og umfjöllunum sem hér er að finna.

Í grein sinni „Handan flagga: Þýðingar á táknheimum þvert á miðla“ skoðar Jakob Sturla Einarsson það hvernig táknkerfi og fagurfræði fána er hvergi nærri á undanhaldi í samtímanum, heldur leggja þau þvert á móti undir sig bæði stafræna miðla sem og efnishluti á borð við regnhlífar og derhúfur og stuðla þannig enn sem fyrr að samkennd þeirra hópa sem sameinast undir því flaggi sem vísað er til. Textinn byggir á rannsóknum Jakobs á sögu og táknfræði fána sem hann skrifaði um í ritgerð sinni til BA-prófs „Let’s run it up the flagpole…“: The Symbolism of Flags and a Democratic Attempt to Design One sem og á útskriftarverkefni hans Byggðarfánar: Fánar fyrir íslensku sveitarfélögin.

Þorgeir K. Blöndal skrifar um táknfræði haturstákna í grein sem einnig byggir á ritgerð hans til BA-prófs, Ímynd hakakrossins: Ævafornt tákn verður fyrir barði illskunnar. Í greininni sem hér er prentuð, „„Saga verður náttúra“: Táknfræði haturs,“ rekur Þorgeir sögu þessarar merkingarþrungnu táknmyndar og leiðir í ljós hvernig þýðing hennar hefur ferðast og flakkað í gegnum tíðina þar til á tuttugustu öld þegar ein, algild merking leggur undir sig táknmyndina.

Greinin „Bleikur!: Kúvending, niðurlæging, valdefling“ sem Stefanía Emilsdóttir og Hjördís Laufey Lúðvíksdóttir ritstýrðu upp úr ritgerð Eddu Karólínu Ævarsdóttur til BA-prófs, Bleikur: Saga, merking, notkun, er á afar svipuðum slóðum. Greinin fjallar um merkingarflakk litarins og þýðingu hans í gegnum tíðina, meðal annars í snertingu við hugmyndir um kynhlutverk, kyngervi og kynjahugmyndir vestrænnar menningar.

Bleikur kemur einnig við sögu í greininni „Milli Mars og Venusar: Grafísk hönnun í réttindabaráttu kynsegin fólks.“ Þar rannsaka þær Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir og Rán Ísold Eysteinsdóttir táknfræði handan kynjatvíhyggju og ræða sögu og uppruna sameiningartákna trans og kynsegin fólks þar sem kynjalitirnir bleikur og blár eru settir í nýtt samhengi, sem og fjölmörg önnur tákn sem táknað hafa kyn og kyngervi í gegnum söguna.

Þá tekur við myndaþáttur með myndum frumkvöðulsins og áhugaljósmyndarans Hjálmars R. Bárðarsonar. Kjartan Hreinsson safnaði myndunum og skrifaði textann. Hjálmar, sem fæddist árið 1918, var vel staðsettur til að ljósmynda þær breytingar sem urðu þegar nútíminn hóf innreið sína fyrir alvöru á Íslandi.

Halldór Jóhann Gunnarsson fæst við það í greininni „Andrými“ hvernig samnefnt fyrirbæri tekur sér bólfestu í ólíkum miðlum, húðflúrum, leturfræðum, tónlistum og lífslistum. Andrýmið er gjarnan svo að segja ósýnilegt eða gegnsætt (e. transparent), það skapar mótvægi við hið sýnilega, áþreifanlega eða heyranlega viðfangsefni – það er í einhverjum skilningi andstæða þess sem er, en þó svo óendanlega mikilvæg forsenda þess að eitthvað birtist yfirhöfuð.

„Áferð“ er heitið á grein sem unnin er í nánu samstarfi Kolbeins Jara Hamíðssonar og Marteins Sindra Jónssonar. Árið 1928 sendi leturhönnuðurinn Frederic W. Goudy frá sér leturgerðina Goudy Text sem er sérlega markverð fyrir þær sakir að henni fylgir aukagerð af hástöfum í leturgerð Langbarða. Langbarðahástafir ganga enn og aftur í endurnýjun lífdaga, nú í myndlýsingum Kolbeins við greinina.
Leturfræðin eru síðan í algleymingi í grein Elínar Eddu Þorsteinsdóttur sem byggð er á samnefndri ritgerð hennar til BA-prófs Jafnlangar línur: Saga og staða aljöfnunar og vinstrijöfnunar frá miðöldum til síðnútímans. Um er að ræða sögulega umfjöllun sem fjallar um umbreytingar og þýðingar í þversögulegu og þverfaglegu samhengi. Auk þess að gera fagurfræði aljöfnunar söguleg skil færir Elín Edda sannfærandi rök gegn notkun hennar í samfelldum texta þar sem hún reynist mörgum lesendum fjötur um fót.

Í tilgátutextunum „Umbreytingar: Fjórar framtíðarborgir“ starfar Arnhildur Pálmadóttir arkitekt að hönnun ímyndaðra borga sem allar eiga það sameiginlegt að umbreyta nærumhverfi sínu í efnivið og auðlindir. Myndskreytingar Atla Sigursveinssonar prýða textana.
Umbreyting á náttúrulegum efnum er útgangspunkturinn í verðlaunaverkefni vöruhönnuðanna Elínar Sigríðar Harðardóttur og Ingu Kristínar Guðlaugsdóttur Lúpína í nýju ljósi: Lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð sem Rán Ísold Eysteinsdóttir fjallar um í myndaþættinum „Lúpína: Dauði og endurfæðing.“ Nýnæmið í rannsóknum Elínar og Ingu er fólgið í uppgötvun á ýmsum trefjaeiginleikum þessarar umdeildu plöntu, sem lagt hefur undir sig mikið af íslensku landslagi síðan hún var flutt inn til að sporna við gróðureyðingu á fimmta áratugnum.

Massimo Santanicchia fagstjóri í arkitektúr færir rök fyrir mikilvægi þess að nemendur læri yfir strikið eins og komist er að orði, að háskólar og aðrar menntastofnanir hafi það að leiðarljósi að mennta ábyrga samfélagsþátttakendur sem séu í stakk búnir til þess að nýta sér menntun sína til að knýja á um umbætur í samfélaginu, sem verða oft ekki fyrr en einhverjir eru tilbúnir að fara yfir þau strik sem samfélagið hefur dregið í sandinn.

Bryndís Björgvinsdóttir lektor á fræðasviði hönnunar- og arkitektúrdeildar fjallar um nokkur útskriftarverkefni af námsbraut vöruhönnunar í greininni „„Af jörðu ertu kominn“: Helgisiðir í verkum vöruhönnuða.“ Þar beitir Bryndís kenningum Richards Schechner um sviðsetningar og greinir það hvernig helgisiðir og helgiathafnir í skilningi Schechners virðast spila stórt hlutverk í útskriftarverkum Ara Jónssonar, Margrétar Örnu Vilhjálmsdóttur, Bjarma Fannars Irmusonar og Ólafar Sigþórsdóttur sem öll útskrifuðust af braut vöruhönnunar vorið 2018.
Í greininni „Að hanna þýðingar“ fjallar Marteinn Sindri Jónsson um verkefni úr smiðju Garðars Eyjólfssonar, fagstjóra MA náms í hönnun og Thomasar Pausz lektor við deildina en þeir Garðar og Thomas skipulögðu breytingar á meistaranámi deildarinnar sem fengið hefur undirtitilinn Explorations and Translations og mætti útleggja á íslensku sem Könnunarleiðangrar og þýðingar. Marteinn Sindri dregur fram snertifleti verkefnanna við kenningar bandaríska heimspekingsins Donnu Haraway – Thomas fæst við að leysa upp hugmyndir okkar um tegundir og Garðar gerir tilraunir með frásagnaraðferðir um framtíð okkar – en hvoru tveggja eru viðfangsefni Haraway í gagnrýni hennar á hugmyndina um hina svokölluðu mannöld.

Hið mannlega og það sem kann að leynast í framtíð okkar er einnig að veði í síðustu greininni í blaðinu, „Skyn: Handan eiginheimsins“ eftir Lilju Björk Runólfsdóttur sem útskrifaðist af námsbraut í grafískri hönnun vorið 2018. Þar rannsakar hún skynjun okkar í ljósi hugtakaforða líffræðingssins Jakob von Uexküll og veltir upp áleitnum spurningum um ábyrgð okkar í heimi sem víkkar sífellt út möguleika okkar til skynjunar.

Nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun eiga veg og vanda að hönnun blaðsins í samstarfi við kennara og ritstjórn. Við viljum þakka kærlega öllum höfundum efnis og óska lesendum góðrar skemmtunar.

Inngangur
Introduction

The magazine of the Department of Design and Architecture is published for the tenth consecutive year and this time the concept trans demarcates the theme of the magazine. The concept often refers to actions that go across something or through something. Thus, the Trans-Siberian Express travels across the geographic area known as Siberia. However, a concept such as trans-disciplinarity means going beyond the scope of individual disciplines. The word can denote transformations of any kind and more particularly in music, transposition means bringing melodies between different keys. The concept is definitely at play when we speak about transport and transfer. The word itself, trans has played a leading role in defining fluidity of gender, and it is particularly in this sense that the concept has entered the Icelandic language. This concept is often used in the context of rituals when people perceive something outside or beyond the mundane through a trance, it is present in the action of transgressing in all its different meanings, and it is of course the cornerstone of the word translation. This short overview is nowhere near exhausting, but many of the semantic possibilities of trans are at play in the articles and reviews found in this magazine.

In his article “Beyond Flags: Translating Symbolism Across Media” Jakob Sturla Einarsson discusses how the semantics and aesthetics of flags are very current in our time, as flags colonise different online media and offline artefacts such as umbrellas and caps, now as before contributing to the solidarity of the groups using the flag. The text is based on Jakob’s research of the history and semiotics of flags of which he wrote a thesis for a BA-degree, “Let’s run it up the flagpole…”: The Symbolism of Flags and a Democratic Attempt to Design One as well as his graduating project, Byggðarfánar: Fánar fyrir íslensku sveitarfélögin.

Þorgeir K. Blöndal writes about the semiotics of hate symbols in an article also based on his thesis for a BA-degree, Ímynd hakakrossins: Ævafornt tákn verður fyrir barði illskunnar. In his article here, “‘History becomes nature’: Semiotics of Hate,” Þorgeir discusses the history of this significant symbol, demonstrating how its meaning has shifted through time until a particular meaning consumes the signifier in the twentieth century.

The article “Pink!: U-Turning, Humiliation, Empowerment,” edited by Stefanía Emilsdóttir and Hjördís Laufey Lúðvíksdóttir from Edda Karólína Ævarsdóttir’s thesis for a BA-degree, Bleikur: Saga, merking, notkun, treads a similar path. The article discusses the shifting meanings of the colour and its signification throughout history, in close proximity to notions about gender roles, gender and notions of sex in Western culture.

Pink also makes an entrance in the article “Between Mars and Venus: Graphic Design in the Fight for Non-Cis Rights.” Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir and Rán Ísold Eysteinsdóttir discuss semiotics beyond binary gender and the history and origin of trans and non-cis signs of solidarity where the heterosexual colours, pink and blue are redefined, as well as various other signs that have signified sex and gender throughout history.

Next there is a photo editorial with photographs by the pioneering amateur photographer Hjálmar R. Bárðarson. Kjartan Hreinsson curated the photographs and wrote the text. Hjálmar, who was born in 1918, was perfectly situated to photograph many of the changes that took place as Iceland was developing to become a fully-fledged modern society.

Halldór Jóhann Gunnarsson discusses in his article “Negative Space” how said phenomena materialises in different media such as tattoo, typography, music as well as in the art of life. Negative space is often so to speak invisible or transparent, it balances the visible, the material or the audible subject matter – it is in some way the opposite of what is, but still such an indispensable prerequisite for anything appearing at all.

“Texture” is the name of an article written in close collaboration between Kolbeinn Jara Hamíðsson and Marteinn Sindri Jónsson. In 1928 the typographer Frederic W. Goudy published the typeface Goudy Text. One of the defining characteristics of the typeface is an alternate set of capitals, based on Lombardic type. Lombardic capitals are revived once more, now in the illustrations by Kolbeinn.

Typography is also the subject matter of Elín Edda Þorsteinsdóttir in an article with the same name as her thesis for a BA-degree, Justification: The History and Status of Justification and Left-Alignment from the Middle Ages to Postmodernity. This is in fact a historic discussion, outlining transformations and translations in trans-historic and trans-disciplinary contexts. As well as treating the historic aesthetics of justification, Elín Edda argues convincingly against justifying continuous texts as it proves difficult for many readers to navigate.

The speculative texts “Transformations: Four Future Cities” are the designs of Arnhildur Pálmadóttir, architect for imaginary cities, all of which transform their immediate surroundings into materials and resources. Illustrations by Atli Sigursveinsson accompany the texts.

The transformation of natural materials are also at stake in the award-winning project Lúpína í nýju ljósi: Lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð by product designers Elín Sigríður Harðardóttir and Inga Kristín Guðlaugsdóttir. Rán Ísold Eysteinsdóttir communicates this project in the editorial “Lupine: Death and Rebirth.” The innovation in Elín’s and Inga’s research is the discovery of the fibre qualities of this controversial plant, that has colonised much of Icelandic landscape since its import to fight soil erosion in the 1940s.

Massimo Santanicchia, Programme Director for Architecture argues for the need of allowing students to learn to transgress, as he puts it, that universities and other educational institutions are guided by the value of educating responsible citizens that are able to use their education to press for social improvements. Such improvements often do not take place until someone is willing to transgress socially imposed boundaries.

Bryndís Björgvinsdóttir, Assistant Professor for Theory at the Department of Design and Architecture discusses a few graduation projects from the Programme of Product Design in her article ““Dust Thou Art”: Rituals in the Graduating Projects of Product Designers.” There Bryndís employs the theories of Richard Schechner about performances and analyses how rituals, according to Schechner’s understanding, seem to play an important role for the graduation projects of Ari Jónsson, Margrét Arna Vilhjálmsdóttir, Bjarmi Fannar Irmuson and Ólöf Sigþórsdóttir, all of which graduated from the Programme of Product Design in spring 2018.

In his article “Designing Translations” Marteinn Sindri Jónsson discusses projects by Garðar Eyjólfsson, Programme Director of MA Design and Thomas Pausz, Assistant Professor at the department, who collaborated on redefining the direction of the department’s MA Programme, that has been given the subtitle Explorations and Translations. Marteinn Sindri interfaces these projects with the theories of philosopher Donna Haraway – Thomas attempts at disturbing our notions of species and Garðar experiments with narratives about our common future – both of which are of concern to Haraway when she criticises the contemporary notion Anthropocene.

The last article, “Sense: Beyond the Umwelt” by Lilja Björk Runólfsdóttir, a graduate student from Visual Communication in 2018, is also concerned with the human and our future. There she researches our perception in the context of biologist Jakob’s von Uexkülls conceptual framework, discussing pressing questions about our responsibility in a world that is constantly expanding our possibilities of sensing.

Third year students of Visual Communication designed the magazine in collaboration with teachers and editors. We would like to thank all contributing authors and wish all readers an enjoyable reading.